Óhapp Lendingarbúnaður flugvélar Icelandair bilaði eftir lendingu á föstudag.
Óhapp Lendingarbúnaður flugvélar Icelandair bilaði eftir lendingu á föstudag. — Ljósmynd/Aðsend
Lendingarbúnaður þotu Icelandair sem hlekktist á í lendingu á Keflavíkurflugvelli var settur nýr undir flugvélina í janúar síðastliðnum. Flugfréttavefurinn The Aviation Herald greindi frá þessu.

Lendingarbúnaður þotu Icelandair sem hlekktist á í lendingu á Keflavíkurflugvelli var settur nýr undir flugvélina í janúar síðastliðnum. Flugfréttavefurinn The Aviation Herald greindi frá þessu. Þar var sagt að vantað hefði bolta sem haldið hefði lendingarbúnaðinum saman.

Ragnar Guðmundsson, stjórnandi rannsóknar á flugvélinni, sagði að ekki hefði vantað mikilvægan bolta. Hann var ekki tilbúinn að tjá sig nánar um einstök atriði rannsóknarinnar þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. 4