Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar andlát karlmanns á þrítugsaldri sem fannst mikið slasaður við fjölbýlishús í miðborg Reykjavíkur á þriðjudagsmorgun. Þetta staðfesti Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is í gær.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar andlát karlmanns á þrítugsaldri sem fannst mikið slasaður við fjölbýlishús í miðborg Reykjavíkur á þriðjudagsmorgun. Þetta staðfesti Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is í gær.

Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans þar sem hann lést af sárum sínum um miðjan þriðjudag.

Talið er að maðurinn hafi fallið fram af húsinu og snýr rannsókn lögreglunnar meðal annars að því með hvaða hætti það varð.

Lögregla mun yfirheyra vitni og kanna hvort eftirlitsmyndavélar hafi fest atvikið á upptöku. Enn sem komið er bendir ekkert til þess að fall mannsins hafi borið að með saknæmum hætti.

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna andláts eiginkonu sinnar

Gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri vegna andláts eiginkonu hans á heimili þeirra var í gær framlengt til 15. apríl. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 2. apríl, eða síðan krufning á líki konunnar leiddi í ljós að líklegt væri að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Konan lést 28. mars á heimili hjónanna í Sandgerði.