Á meðal fjölda nýjunga á næsta leikári Þjóðleikhússins er hádegisleikhús sem hleypt verður af stokkunum í haust. Þetta kemur fram í viðtali við Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóra í blaðinu í dag.
Á meðal fjölda nýjunga á næsta leikári Þjóðleikhússins er hádegisleikhús sem hleypt verður af stokkunum í haust. Þetta kemur fram í viðtali við Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóra í blaðinu í dag. Sýnt verður í hádeginu fjóra virka daga vikunnar og Þjóðleikhúsið auglýsir nú eftir nýjum íslenskum leikritum til sýningar í hádegisleikhúsinu. Magnús greinir einnig frá nýju samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og RÚV, Sunnudagsleikhúsi hjá RÚV. 28