Að brjóta e-n á bak aftur þýðir að yfirbuga e-n og að brjóta e-ð á bak aftur er að hrekja e-ð til undanhalds . Að berja e-ð niður er að þagga e-ð niður eða kæfa e-ð (berja niður uppreisn).
brjóta e-n á bak aftur þýðir að yfirbuga e-n og að brjóta e-ð á bak aftur er að hrekja e-ð til undanhalds . Að berja e-ð niður er að þagga e-ð niður eða kæfa e-ð (berja niður uppreisn). Að „berja“ sókn andstæðinga á bak aftur kann ekki góðri lukku að stýra, þá er brjóta betra, eða að hrinda sókninni.