Jökulgil í Landmannalaugum Er ekki ágætt að ferðast innanlands í sumar?
Jökulgil í Landmannalaugum Er ekki ágætt að ferðast innanlands í sumar? — Morgunblaðið/RAX
„Gefðu mér veröldina mína aftur, Jónas minn, þá skal ég ekki biðja þig neins framar,“ sagði Konráð Gíslason og var eitthvað daufur í dálkinn.

„Gefðu mér veröldina mína aftur, Jónas minn, þá skal ég ekki biðja þig neins framar,“ sagði Konráð Gíslason og var eitthvað daufur í dálkinn. Það gætu margir verið þessa dagana, eða að minnsta kosti ringlaðir, því svo margt er breytt og umsnúið á svo undraskömmum tíma.

Þó hlýtur eitthvað að vera jákvætt, þótt heimsmyndin sé skökk um stundarsakir. Allt streymir og ekkert varir til eilífðar, hvorki það vonda né hið góða.

Er þar ekki sjálfvirka réttlætislögmálið að verki?

Það er t.d. að nokkru leyti búið að skila þjóðvegunum okkar til baka, náttúruperlunum og víðsýninu. Það verður hægt að fara í Landmannalaugar í sumar án þess að sjá aðeins bakið á næsta manni og Íslendingar eru farnir að endurnýja kynni sín af Gullfossi og Geysi.

Kona nokkur tilkynnti í útvarpi að hún ætlaði að skunda á Þingvöll. Annar góður maður var staðráðinn í að keyra suður með sjó.

Þannig finnur lífið sér farveg og fátt er svo illt að einugi dugi.

Sunnlendingur