Uggandi Thierry Fremaux, stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.
Uggandi Thierry Fremaux, stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. — AFP
Skipuleggjendur kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, einnar þeirra mikilvægustu og merkustu í heimi, leita nú leiða til að halda hátíðina.
Skipuleggjendur kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, einnar þeirra mikilvægustu og merkustu í heimi, leita nú leiða til að halda hátíðina. Stjórnandi hennar, Thierry Fremaux, segir skipuleggjendur Cannes hafa átt í samræðum við Alberto Barbera, stjórnanda kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, um að gera eitthvað í sameiningu fari svo að hátíðin í Cannes verði endanlega slegin af í ár. Fremaux segir alls ekki koma til greina að halda hátíðina með stafrænum hætti og útilokað sé að hátíðin verði haldin nú í sumar. Bíða verði fram á sumar til að skoða möguleika hvað varðar tímasetningu og mögulega verði hætt við þær hátíðir sem fari fram í haust. Fremaux segir þetta ekki snúast um að berjast fyrir hátíðina í Cannes heldur fyrir kvikmyndagreinina í heild sinni.