Stjórn Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa SamFestingnum 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Í byrjun mars var ákveðið að fresta viðburðinum til 22.-23. maí, í þeirri von að aðstæður yrðu þá...

Stjórn Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa SamFestingnum 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Í byrjun mars var ákveðið að fresta viðburðinum til 22.-23. maí, í þeirri von að aðstæður yrðu þá aðrar. Þrátt fyrir ánægjulegar fréttir um að dregið verði úr takmörkunum á samkomum og skólahaldi næstu vikur leggur sóttvarnalæknir í minnisblaði til heilbrigðisráðherra til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst.

Um 4.500 ungmenni hafa komið saman á Samfés; á tónleikum, leiktækjamóti og Söngkeppni Samfés.