Skilaboð Orð í glugga til að hugga.
Skilaboð Orð í glugga til að hugga.
Verkefnið „Orð í glugga til að hugga“ fór af stað í leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti þegar kórónuveirufaraldurinn var farinn að setja mark sitt á daglegt starf í skólanum.

Verkefnið „Orð í glugga til að hugga“ fór af stað í leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti þegar kórónuveirufaraldurinn var farinn að setja mark sitt á daglegt starf í skólanum. Markmiðið er að starfsfólk og börn á skólanum geti sent hughreystandi skilaboð út í samfélagið.

Una Þorgilsdóttir, starfsmaður í leikskólanum, fékk hugmyndina að verkefninu á sinni deild, en hún er menntaður félagsráðgjafi og með diplómu í jákvæðri sálfræði. Verkefnið vatt upp á sig og starfsmenn á öðrum deildum í Rauðhóli skrifuðu í sína glugga skilaboð til að hugga og hughreysta.

Á afmælisdegi Vigdísar Finnbogadóttur síðastliðinn miðvikudag voru einnig settar afmæliskveðjur út í glugga.