Jón Ársæll Þórðarson fjölmiðlamaður veiktist illa af smitsjúkdómnum COVID-19 og lá um hríð á Borgarspítalanum þungt haldinn. Hann er nú á batavegi og er laus bæði af spítala og úr einangrun.

Jón Ársæll Þórðarson fjölmiðlamaður veiktist illa af smitsjúkdómnum COVID-19 og lá um hríð á Borgarspítalanum þungt haldinn. Hann er nú á batavegi og er laus bæði af spítala og úr einangrun. „Mér fannst eins og ég væri kominn niður að móðunni miklu. Ég er ekki frá því að ég hafi vöknað örlítið í fæturna en ég fór sem sagt ekki alla leið. Ég sneri við,“ sagði Jón Ársæll í dagskrárliðnum Óskalög sjúklinga í Síðdegisþættinum í gær þar sem hann lýsti reynslu sinni af veikindunum.

Nánar er fjallað um málið á fréttavef K100, K100.is.