— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reisulegu íbúðarhúsi var í fyrrinótt komið fyrir á horni Starhaga og Suðurgötu í Reykjavík og setur það skemmtilegan og sterkan svip á umhverfi sitt.
Reisulegu íbúðarhúsi var í fyrrinótt komið fyrir á horni Starhaga og Suðurgötu í Reykjavík og setur það skemmtilegan og sterkan svip á umhverfi sitt. Húsið sem var byggt árið 1896 var áður á baklóð Laugavegar 36, en var flutt þaðan á viðgerðarstað fyrir um fimm árum. Er það nú komið á varanlegan stað og Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, sem gerði húsið upp, segir það fara í sölu innan tíðar.