„Það er bókstaflega verið að borga fólki fyrir að afhenda ekki olíu,“ segir Gylfi Magnússon, viðskiptafræðingur og dósent við Háskóla Íslands, um sögulegt verðhrun bandarískrar hráolíu í gær. Í viðtali við mbl.

„Það er bókstaflega verið að borga fólki fyrir að afhenda ekki olíu,“ segir Gylfi Magnússon, viðskiptafræðingur og dósent við Háskóla Íslands, um sögulegt verðhrun bandarískrar hráolíu í gær. Í viðtali við mbl.is sagði Gylfi að engin fordæmi væru fyrir slíkri stöðu á olíumarkaði.

Verð á bandarískri hráolíu, West Texas Intermediate, sem afhenda á í næsta mánuði var í frjálsu falli í gær. Tunna af hráolíu kostaði aðeins 0,01 dollara um klukkan 18 síðdegis en aðeins nokkrum mínútum síðar var verðið komið í -11,42 dollara og í gærkvöldi var verðið komið niður í -37,45 dollara. Þetta merkir að framleiðendur þurfa að greiða fyrir að afhenda olíu, sem hefur ekki gerst frá því að hráolíuverð var fyrst skráð á NYMEX-hrávörumarkaðnum í New York árið 1983.

Sökum kórónuveirufaraldursins er birgðastaða olíu víða að fyllast og eftirspurnin lítil sem engin.

Ekki er um að ræða Brent-olíu sem notuð er á evrópskum mörkuðum.