Heimilislegir The Rolling Stones flutti „You Can't Always Get What You Want“, hver meðlimur heima í sinni stofu.
Heimilislegir The Rolling Stones flutti „You Can't Always Get What You Want“, hver meðlimur heima í sinni stofu. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Margar vinsælustu stjörnur tónlistarheimsins í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar tóku höndum saman og komu á laugardagskvöldið var fram í tveggja klukkustunda löngu streymi frá heimilum sínum, til stuðnings heilbrigðisstarfsmönnum í framlínu baráttunnar...

Margar vinsælustu stjörnur tónlistarheimsins í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar tóku höndum saman og komu á laugardagskvöldið var fram í tveggja klukkustunda löngu streymi frá heimilum sínum, til stuðnings heilbrigðisstarfsmönnum í framlínu baráttunnar gegn COVID-19.

Áður en aðalútsendingin hófst var löng upphitun þar sem minni spámenn komu fram.

Yfirskrift dagskrárinnar, sem Lady Gaga stóð að ásamt fleirum, var „One World: Together at Home“. Streymt var á netinu en líka sent út á þremur af vinsælustu sjónvarpsstöðum Bandaríkjanna, CBS, NBC og ABC, og skiptust kvöldþáttastjórar stöðvanna, Stephen Colbert, Jimmy Fallon og Jimmy Kimmel, á um að kynna, með góðri aðstoð ýmissa sem ávörpuðu áhorfendur og heilbrigðisstarfsmenn. Meðal listamana sem komu fram má nefna Paul McCartney, Rolling Stones, Billie Eilish, Lizzo, Taylor Swift, Stevie Wonder og Elton John.