Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fjölmiðlarýni Viðskiptablaðs þótti mikið bogið við viðbrögð forstjóra opinberrar stofnunar sem varð stúrinn yfir aðfinnslum í hennar garð sem birst höfðu í fjölmiðlum:

Fjölmiðlarýni Viðskiptablaðs þótti mikið bogið við viðbrögð forstjóra opinberrar stofnunar sem varð stúrinn yfir aðfinnslum í hennar garð sem birst höfðu í fjölmiðlum:

Embættismaðurinn grípur þá til þess óvanalega ráðs að stíga fram á völlinn og taka til varna um sumt af því, en gerir það ekki á eigin vettvangi, heldur í grein í þriðja miðlinum, sem þó hefur takmarkaða útbreiðslu, og notar svo skattfé til þess að ýta undir útbreiðsluna á orðaskakinu.

Með fullri virðingu fyrir Samkeppniseftirlitinu og kansellíinu öllu, þá er þetta eiginlega ekki í þess verkahring.

Vilji forstjórinn nota frítíma sinn í ritdeilur má hann það auðvitað, svo fremur sem stofnunina setji ekki niður við það, en það er fráleitt að fjármunum hins opinbera sé varið til útbreiðslu á því.

Kannski forstjórinn hafi hugsað þetta sem langþráðan opinberan styrk til fjárvana fjölmiðils á dögum plágunnar, að með þessu gæti hann aukið lesturinn á eigin vísdómsorðum og aukið umferðina til metnaðarfulls jaðarmiðils. Hver veit?

En það á ekki – ekki frekar en nokkrar fjárveitingar úr sjóðum hins opinbera, af almannafé – að gerast fyrir duttlunga og náð einstakra embættismanna.“