— Morgunblaðið/Eggert
Ýmsar kúnstir þarf til að halda listaverkinu Þúfu á Granda fínu. Guðmundur Hrafn Arngrímsson grjóthleðslumeistari notar meðal annars létta rafmagnssláttuvél til að slá hliðarnar.
Ýmsar kúnstir þarf til að halda listaverkinu Þúfu á Granda fínu. Guðmundur Hrafn Arngrímsson grjóthleðslumeistari notar meðal annars létta rafmagnssláttuvél til að slá hliðarnar. Hann slær snöggt og ber fiskimjöl á grasið og svo þarf einnig að gera við göt sem myndast hafa í vetrarveðrunum. Þá þarf að halda stígnum upp Þúfuna í lagi. Guðmundur segir að mikil umferð sé um Þúfuna. Fólk fari greinilega þangað til að viðra sig.