Maðurinn sem „rann blint í sjóinn“ er ekki öfundsverður, nóg er að renna í sjóinn þótt maður sjái til við það. En sitt er hvað renna og renna , önnur sögnin beygist: renna, renndi , rennt, hin: renna, rann , runnum, runnið.
Maðurinn sem „rann blint í sjóinn“ er ekki öfundsverður, nóg er að renna í sjóinn þótt maður sjái til við það. En sitt er hvað renna og renna , önnur sögnin beygist: renna, renndi , rennt, hin: renna, rann , runnum, runnið. Maður rennir blint í sjóinn um (eða: með ) e-ð : fer út í eða gerir e-ð í óvissu .