Látúnsbarkinn David Coverdale.
Látúnsbarkinn David Coverdale. — AFP
Endalok David Coverdale, söngvari málmbandsins lífseiga Whitesnake, kann að hafa komið fram á sínum síðustu tónleikum; alltént gaf hann í skyn í samtali við útvarpsstöðina WRIF í Detroit á dögunum að árið 2021 væri ekki verra en hvað annað til að...
Endalok David Coverdale, söngvari málmbandsins lífseiga Whitesnake, kann að hafa komið fram á sínum síðustu tónleikum; alltént gaf hann í skyn í samtali við útvarpsstöðina WRIF í Detroit á dögunum að árið 2021 væri ekki verra en hvað annað til að setjast í helgan stein. „Mér segir svo hugur að dágóður tími muni líða þangað til lífið verður aftur farið að ganga sinn vanagang. Þannig að við verðum að hugsa út fyrir rammann. Og er til betri aldur fyrir söngvara Whitesnake að hætta en 69?“ spurði Coverdale sem verður 69 ára í september. Söngvarinn myndi þá kveðja sáttur enda lýsti hann því yfir í samtali við ástralska tímaritið Heavy fyrir skemmstu að hann væri gríðarlega þakklátur fyrir að hafa átt yndislegt líf, bæði í leik og starfi.