Yfirgnæfandi meirihluti eða tæplega 92% félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum samþykkti nýgerðan kjarasamning við ríkið í atvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær.

Yfirgnæfandi meirihluti eða tæplega 92% félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum samþykkti nýgerðan kjarasamning við ríkið í atvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær. Samningurinn er til skamms tíma og gildir til næstu áramóta.

Kjaradeilunni hafði verið vísað til meðferðar ríkissáttasemjara en samkomulag náðist 17. apríl þegar samninganefndirnar skrifuðu undir nýjan kjarasamning.

Á kjörskrá voru 1.492 og greiddu 897 atkvæði eða 60,12%. Já sögðu 91,64% en nei sögðu 6,02%. Auðir seðlar voru 12.

Laun skv. samningnum hækka afturvirkt um 17 þúsund kr. frá 1. apríl í fyrra og önnur 18 þús. kr. launahækkun tók gildi frá og með 1. apríl sl. Greidd er 92 þús. kr. persónuuppbót fyrir árið 2019 og 94 þús. kr. á þessu ári. Heimilt er að greiða viðbótarlaun umfram reglubundin mánaðarlaun skv. ákvörðun forstöðumanna skóla o.fl.