Bæjarlistamaður Ásdís Arnardóttir sellóleikari.
Bæjarlistamaður Ásdís Arnardóttir sellóleikari.
Ásdís Arnardóttir sellóleikari er bæjarlistamaður Akureyrar árið 2020 en það var tilkynnt á Vorkomu Akureyrarstofu, þar sem veittar voru ýmsar viðurkenningar.

Ásdís Arnardóttir sellóleikari er bæjarlistamaður Akureyrar árið 2020 en það var tilkynnt á Vorkomu Akureyrarstofu, þar sem veittar voru ýmsar viðurkenningar.

Ásdís stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólana í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, og svo Barcelona og Boston. Undanfarin fjórtán ár hefur hún búið og starfað á Norðurlandi. Hún kennir, stjórnar strengjasveitum og hefur umsjón með kammertónlist í tónlistarskólum. Hún hefur verið leiðandi sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands þennan tíma. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölmörgum viðburðum. Á starfslaunatímabilinu hyggst Ásdís meðal annars minnast þess að 250 ár eru liðin frá fæðingu tónskáldsins Ludwigs van Beethoven og spila fyrir yngri jafnt sem eldri íbúa bæjarins.

Heiðursviðurkenningu hlaut Gestur Einar Jónasson fyrir störf sín að menningarmálum. Hann var í hópi fyrstu leikara sem voru ráðnir á fastan samning hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1973. Gestur hefur einnig leikið í kvikmyndum og var safnstjóri Flugsafns Íslands frá árinu 2008 til síðustu áramóta og vann þar að uppbyggingu safnsins sem varðveitir mikilvæga atvinnu- og menningarsögu.

Þá hlaut Snorri Guðvarðsson málarameistari viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrar fyrir ævistarf sitt á sviði húsverndar á Íslandi. Sérsvið Snorra er innanhússmálun á friðlýstum og friðuðum kirkjum og húsum.