Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að einhvers misskilnings hafi gætt vegna frumvarps hennar um aukna rafræna þjónustu m.a. vegna kórónuveirunnar.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að einhvers misskilnings hafi gætt vegna frumvarps hennar um aukna rafræna þjónustu m.a. vegna kórónuveirunnar.

„Markmiðið með frumvarpinu er einungis að bæta þjónustu með rafrænum hætti og gera sýslumönnum m.a. kleift að fara að fyrirmælum sóttvarna,“ sagði hún í færslu sem birtist á Facebook í gær.

Engar efnislegar breytingar á meðferð mála, hvorki fyrirtöku nauðungarsölu né annarra, væru boðaðar.

Í greinargerð frumvarpsins segir að fyrirséð sé að fyrirmæli um samkomubann og fjarlægðartakmarkanir muni hafa áhrif á framkvæmd og málsmeðferð stofnana sem heyra undir ráðuneytið og því sé talið nauðsynleg að lágmarka áhrifin á meðan á ástandinu stendur.

Lagðar eru til breytingar á ýmsum lögum er snúa að starfsemi dómstóla, sýslumanna og annarra stjórnvalda í því augnamiði að auka heimildir til notkunar á fjarfundabúnaði og rafrænni málsmeðferð.

Hefur dómsmálaráðherra óskað eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd að ákvæðin um rafræna fyrirtöku falli brott þar sem viljinn var skýr, að bæta rafræna þjónustu og einfalda sýslumanni að fylgja fyrirmælum um fjöldatakmarkanir og reyna að fækka óþarfa viðverum á skrifstofu sýslumanna en með engum hætti breyta ferlinu sjálfu.