Lausbeisluð lína. S-NS Norður &spade;Á7 &heart;Á10 ⋄G7 &klubs;ÁKDG1083 Vestur Austur &spade;10654 &spade;832 &heart;G8754 &heart;32 ⋄853 ⋄ÁK102 &klubs;6 &klubs;9753 Suður &spade;KDG9 &heart;KD96 ⋄D964 &klubs;2 Suður spilar 6G dobluð.

Lausbeisluð lína. S-NS

Norður
Á7
Á10
G7
ÁKDG1083

Vestur Austur
10654 832
G8754 32
853 ÁK102
6 9753

Suður
KDG9
KD96
D964
2

Suður spilar 6G dobluð.

Keppnisspilarar nú til dags nota yfirleitt lauslega skilgreind slemmudobl – skilaboðin eru einfaldlega þau að nú þurfi útspilarinn að vanda sig og hitta á rétta litinn. Martens er á þessari lausbeisluðu línu.

Suður opnar á 1 og norður sýnir sterk spil og góðan lit með gamaldags svari á 3. Suður segir 3G og norður 6G. Hvað á austur að gera? Á hann að passa og vona eða varpa ábyrgðinni á makker með dobli?

Ætli flestir myndu ekki dobla og skamma svo makker fyrir að hitta ekki á tígul út: „Doblið biður um óeðlilegt útspil og hvað getur verið óeðlilegra en að spila út í lit sagnhafa? Þetta er átó!“ Kannski. En staðreyndin er sú að spilarar eru ekki sérlega fundvísir á hina „átómatísku“ túlkun og þess vegna er töluvert vit í því að láta doblin biðja skýrt um tiltekinn lit.

Alla vega. Stig Martens eru: tígull=10, hjarta=5, spaði=5, lauf=0.