Í grein minni sem birt var í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Fasteignaskatturinn“ kemur fram „að ekkert hafi spurst af þessu máli“, þ.e.

Í grein minni sem birt var í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Fasteignaskatturinn“ kemur fram „að ekkert hafi spurst af þessu máli“, þ.e. tillögum sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí 2018 um að „fella niður fasteignaskatt á 70 ára og eldri“.

Það skal upplýst að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu tillögu fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar árin 2018 og 2019 í samræmi við lög um tekjustofna sveitarfélaga, um lækkun á fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega, sem ekki var samþykkt. Engar tillögur um lækkun á fasteignaskatti til tekjulágra örorku- og ellilífeyrisþega voru settar fram í tillögum allra borgarfulltrúa vegna viðbragða við COVID-19, sem samþykktar voru samhljóða í borgarstjórn nýlega.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,

fv. borgarstjóri.