Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er hrósað sérstaklega á facebooksíðu Karlmennskunnar fyrir að vera fyrirmyndir jákvæðrar karlmennsku.

Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er hrósað sérstaklega á facebooksíðu Karlmennskunnar fyrir að vera fyrirmyndir jákvæðrar karlmennsku. Kemur þar fram að þeir hafi báðir sýnt að karlmenn í valdastöðum þurfi ekki að byggja hegðun sína eða styrkja stöðu sína á íhaldssömum karlmennskuhugmyndum. Þeir virðist sækja frekar í það sem mætti kalla jákvæða karlmennsku.

Nánar er fjallað um málið á fréttavef K100, K100.is.