Rikki gamli Rockett er jafnan hress.
Rikki gamli Rockett er jafnan hress.
Eldflaugavísindi „Alvörurokktónlist á pottþétt eftir að ná sér aftur á strik. En hún þarf að enduruppgötva sig að einhverju leyti. Menn þurfa að gerast örlítið meira skapandi.
Eldflaugavísindi „Alvörurokktónlist á pottþétt eftir að ná sér aftur á strik. En hún þarf að enduruppgötva sig að einhverju leyti. Menn þurfa að gerast örlítið meira skapandi.“ Þessi orð lét Rikki Rockett, trymbill glysrokkssveitarinnar Poison, falla á dögunum í samtali nokkurra roskinna rokkhunda á miðlinum Cameo, sem miðlar sjónarmiðum fræga fólksins til okkar alþýðu manna. Lagt var út af orðum Genes Simmons úr Kiss, sem hélt því fram árið 2014 að rokkið hefði ekki dáið úr elli, heldur hefði það verið ráðið af dögum. „Það þarf að vera aðeins meiri hreyfing, aðeins meiri sena. Þegar ég var að vaxa úr grasi þá var pönksena og rokksena og svo kom málmurinn. Það voru senur og það bjó til mikla orku. Rokkið hefur verið svolítið staðnað um skeið.“