EM Leikurinn við Frakka í haust reyndist ekki skipta máli.
EM Leikurinn við Frakka í haust reyndist ekki skipta máli. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kvennalandslið Íslands í handknattleik spilar ekki meira í undankeppni Evrópumótsins en EHF, Evrópska handknattleikssambandið, ákvað í gær að aflýsa því sem eftir var af henni.
Kvennalandslið Íslands í handknattleik spilar ekki meira í undankeppni Evrópumótsins en EHF, Evrópska handknattleikssambandið, ákvað í gær að aflýsa því sem eftir var af henni. Ísland var búið með tvo leiki í keppninni, tapaði fyrir Króatíu á útivelli og Frakklandi á heimavelli í haust, en átti að mæta Tyrkjum tvívegis og síðan Króatíu og Frakklandi á ný í vor og sumar. EHF tilkynnti að niðurstaðan á EM 2018 myndi ráða því hvaða þjóðir leika á EM 2020 sem fer fram í desember í Noregi og Danmörku.