Nýburi. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Nýburi. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Heilbrigðisyfirvöld hér á landi og víðar hafa verið dugleg að vekja athygli á því að enda þótt það sé fátíðara þá geti kórónuveiran eigi að síður lagst mjög þungt á ungt fólk.

Heilbrigðisyfirvöld hér á landi og víðar hafa verið dugleg að vekja athygli á því að enda þótt það sé fátíðara þá geti kórónuveiran eigi að síður lagst mjög þungt á ungt fólk.

Dæmi um það er frétt á bresku sjónvarpsstöðinni ITV News fyrir helgi þess efnis að 29 ára gömul kona í Birmingham hafi látist af völdum Covid-sjúkdómsins aðeins sex dögum eftir að hún ól son.

Konan, Fozia Hanif, greindist með kórónuveiruna við reglubundna meðgönguskoðun. Einkennin voru væg í fyrstu og var hún send heim eftir frekari skoðun. Innan fárra daga veiktist hún hins vegar heiftarlega og var flutt á sjúkrahús, þar sem flýta þurfti fæðingu barnsins. Svo veik var Hanif að henni lokinni að barnið var flutt strax á brott, án þess að móðirin fengi það í fangið. Hún sá raunar barnið aðeins á ljósmyndum sem hjúkrunarfræðingar á Birmingham Heartlands-spítalanum tóku og sýndu henni.

„Hún hélt á [ljósmyndinni] og sagði: Sjáðu, þetta er barnið okkar og bráðum förum við heim. Það var í síðasta sinn sem ég talaði við hana,“ sagði eiginmaður Hanif, Wajid Ali, við ITV News.

Systir hennar, Sophie Hanif, kvaðst hafa fengið símaskilaboð frá henni, þar sem hún hafi verið full eftirvæntingar að hitta litla drenginn.

Skömmu síðar versnaði Hanif og hún þurfti að fara á öndunarvél. Sex dögum eftir fæðingu drengsins var vélin tekin úr sambandi. Stríðið var tapað.