Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ein aðgerðanna í nýjum pakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins er að „fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, sem eiga takmarkaðan eða engan rétt til atvinnuleysisbóta.“ Fram kom í kynningu að þetta yrðu samfélagslega mikilvæg verkefni og ráða mátti að þetta yrðu störf sem unnin yrðu á vegum opinberra stofnana.

Ein aðgerðanna í nýjum pakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins er að „fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, sem eiga takmarkaðan eða engan rétt til atvinnuleysisbóta.“ Fram kom í kynningu að þetta yrðu samfélagslega mikilvæg verkefni og ráða mátti að þetta yrðu störf sem unnin yrðu á vegum opinberra stofnana.

Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hefur gert athugasemdir við að ríkið beini þessum stuðningi aðeins til opinbera geirans en ekki almenna markaðarins og varar við því að við látum „ríkisvæða okkur öll í þessu árferði“.

Hún benti á í samtali við mbl.is að fjölga þyrfti störfum á einkamarkaði „eftir þessa erfiðleika og þar mun lykil verðmætasköpun eiga sér stað“. Þá benti hún á að vandséð væri hvernig ríkið ætlaði að „skapa nytsamleg 3.000 störf svona auðveldlega og svona hratt“.

Þetta eru mikilvægar ábendingar og jákvætt að menntamálaráðherra skuli aðspurð hafa tekið þeim vel og sagt vel koma til greina að hleypa almenna markaðnum að.

Umsvif ríkisins voru mjög mikil áður en kórónuveiran gerði usla í atvinnulífinu. Miklu skiptir að þær aðgerðir sem ráðist verður í séu til þess fallnar að efla einkageirann en ekki hinn opinbera. Einkageirinn verður að vera sterkur til að heimilunum í landinu farnist vel og hægt sé að halda uppi opinbera geiranum.