Ritstjórn Unnið á ritstjórnarskrifstofum Fréttablaðsins.
Ritstjórn Unnið á ritstjórnarskrifstofum Fréttablaðsins. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Útgáfudögum Fréttablaðsins fækkar úr sex í fimm í viku um næstu mánaðamót þegar það hættir að koma út á mánudögum. Er þetta liður í hagræðingu í rekstri fjölmiðla Torgs, að því er fram kom á vef blaðsins í gær en Torg er útgefandi Fréttablaðsins.

Útgáfudögum Fréttablaðsins fækkar úr sex í fimm í viku um næstu mánaðamót þegar það hættir að koma út á mánudögum. Er þetta liður í hagræðingu í rekstri fjölmiðla Torgs, að því er fram kom á vef blaðsins í gær en Torg er útgefandi Fréttablaðsins.

Fram kemur í fréttinni að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til styrktar einkareknum fjölmiðlum séu til bóta en breyti ekki stöðunni verulega og óvissan sé enn mikil.

Haft er eftir Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, forstjóra Torgs, að hún eigi eftir að sjá hvernig fyrirhugaður rekstrarstyrkur stjórnvalda til einkarekinna fjölmiðla verði útfærðir og sömuleiðis sé þinglegri meðferð málsins ekki lokið. Því sé óvíst um endanlega niðurstöðu. Ekki verði hjá því komist að fækka útgáfudögum. Hún tekur fram að engar uppsagnir starfsfólks fylgi þessari aðgerð nú um mánaðamótin.