Spjótkast Ásdís Hjálmsdóttir er að ljúka löngum keppnisferli.
Spjótkast Ásdís Hjálmsdóttir er að ljúka löngum keppnisferli. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur keppt á síðasta stórmóti sínu í frjálsíþróttum, þar sem Evrópumeistaramótinu 2020 sem fram átti að fara í París í ágúst hefur verið aflýst. Þetta staðfesti hún í samtali við Bylgjuna í hádeginu í gær.
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur keppt á síðasta stórmóti sínu í frjálsíþróttum, þar sem Evrópumeistaramótinu 2020 sem fram átti að fara í París í ágúst hefur verið aflýst. Þetta staðfesti hún í samtali við Bylgjuna í hádeginu í gær. Eins og fram kom hjá Ásdísi eftir að Ólympíuleikunum var frestað eru áætlanir hennar um að hætta keppni eftir þetta keppnistímabil óbreyttar. Tilkynnt var í fyrrakvöld að EM í París færi ekki fram í ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.