Forsíða Morgunblaðsins 26. apríl 1930. Þetta væri varla vel séð í dag.
Forsíða Morgunblaðsins 26. apríl 1930. Þetta væri varla vel séð í dag.
Árið 1930 þótti ekkert feimnismál að auglýsa tóbak í dagblöðum á Íslandi. Forsíða Morgunblaðsins var lögð undir auglýsingar á þessum árum og 26.

Árið 1930 þótti ekkert feimnismál að auglýsa tóbak í dagblöðum á Íslandi. Forsíða Morgunblaðsins var lögð undir auglýsingar á þessum árum og 26. apríl birtist yfir fimmdálk efst á forsíðu svohljóðandi auglýsing: „Þeir fáu, sem ekki hafa enn reynt Ariston Cigaretturnar ættu ekki að draga það lengur.“ Með fylgdi teiknuð mynd af pakka með þessari vönduðu vöru.

Bíóin áttu vísan sess á forsíðunni á þessum tíma. Í Gamla bíói var verið að sýna Kátu njósnarana, Paramount-gamanleik í sex þáttum með Wallace Berry og fleiri góðum. Nýja bíó bauð á hinn bóginn upp á „kvikmyndasjónleik í 7 þáttum frá Fox-fjelaginu tekinn eftir þektri „Operettu“ með sama nafni“.

Og ekkert vantaði upp á þokkann ef marka má kynningu: „Skemtileg kvikmynd er fjallar um konung í ríki sínu. Amerískan auðkífing, fallega dansmær, ungan og glæsilegan prins og ástaræfintýri í stórborgum og fögrum sveitum.“

Þá auglýsti Hattaverkstæðið í Austurstræti 6 (uppi) mikið úrval af kvenhöttum.