Úrgangur Langar biðraðir hafa myndast við móttökustöðvar Sorpu.
Úrgangur Langar biðraðir hafa myndast við móttökustöðvar Sorpu. — Morgunblaðið/Ernir
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að bjóða upp á móttöku garðaúrgangs frá íbúum borgarinnar nú í vor. Þessi þjónusta verður í boði á þremur stöðum í borginni.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að bjóða upp á móttöku garðaúrgangs frá íbúum borgarinnar nú í vor. Þessi þjónusta verður í boði á þremur stöðum í borginni.

Þetta er sérstök ráðstöfun í ljósi aðstæðna í samfélaginu til að létta undir með endurvinnslustöðvum Sorpu en þar hafa myndast langar bílaraðir að undanförnu. Þjónustan verður í boði til 16. maí.

„Með garðaúrgangi er átt við trjágreinar og trjáafklippur en ekki jarðveg. Jarðvegi verður að skila á endurvinnslustöð Sorpu,“ segir í frétt á vef borgarinnar.

Staðirnir þrír eru ný hverfastöð borgarinnar við Fiskislóð 37c, Sævarhöfði 33 þar sem gamla sementsafgreiðslan var til húsa og hverfastöðin á Kjalarnesi við Vallargrund 116. Við Fiskislóð og Sævarhöfða verður opið alla daga frá 11.30-19 en á Kjalarnesi virka daga 07.30-17 og kl. 14 til 18 um helgar.

sisi@mbl.is