Til að bregðast við áhrifum ríkjandi ástands, þar sem afkomu listamanna eins og margra annara er ógnað, hefur stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta ákveðið að úthluta fleiri og hærri styrkjum til bókaútgáfu og þýðinga en venja er, alls 51,5 milljónum...

Til að bregðast við áhrifum ríkjandi ástands, þar sem afkomu listamanna eins og margra annara er ógnað, hefur stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta ákveðið að úthluta fleiri og hærri styrkjum til bókaútgáfu og þýðinga en venja er, alls 51,5 milljónum króna. Er það 8,5 milljónum meira en í fyrra þegar 43 milljónir voru veittar í sömu styrki. Styrkirnir eru til útgáfu, þýðinga á íslensku og úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði.

Tilkynnt verður á næstunni hverjir fá styrkina en til að mynda verður rúmlega 28 milljónum kr. úthlutað í útgáfustyrki til 45 verka. Þá hefur aldrei jafnmiklu verið úthlutað til þýðinga á íslensku, eða um 13 milljónum í 35 styrki. Þriðjungur styrkjanna nú fer til þýðinga barna- og ungmennabóka.