Dj Dóra Júlía greindi frá því í Ljósa punktinum á K100 að félag atvinnukafarakennara (e. Professional Association of Diving Instructors (PADI)) væri að sameina krafta sína og umhverfissinnanna í Rash'R.
Dj Dóra Júlía greindi frá því í Ljósa punktinum á K100 að félag atvinnukafarakennara (e. Professional Association of Diving Instructors (PADI)) væri að sameina krafta sína og umhverfissinnanna í Rash'R. Sagði hún þau vera farin að hanna andlitsgrímur úr plasti sem fundist hefði í hafinu. „Þau eru ekki að þessu til þess að græða neitt, þar sem allur peningur af sölu fer beint í að framleiða fleiri grímur. Virkilega góð hugmynd til þess að minnka bæði plastið sem fer hræðilega með verðmæta hafið okkar sem og að búa til fleiri grímur á tímum sem þessum. Vel gert kafarar og Rash'R og takk fyrir þetta magnaða framlag!“ sagði Dóra Júlía.