Bandaríkjaforseti Kórónuveiran herjar nú grimmt á Bandaríkin og eru hátt í 900 þúsund staðfest tilfelli þar og nærri 50 þúsund dauðsföll.
Bandaríkjaforseti Kórónuveiran herjar nú grimmt á Bandaríkin og eru hátt í 900 þúsund staðfest tilfelli þar og nærri 50 þúsund dauðsföll. — AFP
Framleiðendur sótthreinsiefna hafa sumir séð ástæðu til að senda út tilkynningu vegna ummæla forseta Bandaríkjanna þar sem hann velti því upp hvort kanna ætti möguleika á því að dæla sótthreinsivökva inn í líkama fólks sem nokkurs konar meðferð við...

Framleiðendur sótthreinsiefna hafa sumir séð ástæðu til að senda út tilkynningu vegna ummæla forseta Bandaríkjanna þar sem hann velti því upp hvort kanna ætti möguleika á því að dæla sótthreinsivökva inn í líkama fólks sem nokkurs konar meðferð við kórónuveirunni. Einn þeirra er Dettol á Bretlandi.

„Sem leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í framleiðslu á heilsu- og hreinlætisvörum viljum við taka skýrt fram að ekki má innbyrða vörur okkar undir neinum kringumstæðum,“ segir þar og var fólki um leið bent á að lesa vel fylgiseðla efnanna.

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, sem og annars staðar, hafa fjallað um þessa hugmynd forsetans. Í viðtali við CNN segir Leana Wen bráðalæknir það vera vafasamt að kasta fram slíkum hugmyndum, enda sé forsetinn fyrirmynd margra þar vestanhafs.

„Ég vona virkilega að enginn hafi hlustað á það sem hann sagði og velti því nú fyrir sér hvort vert væri að prófa þetta í heimahúsi,“ sagði hún og bætti við: „Ekki prófa þetta og fylgið ráðleggingum frá læknum og smitsjúkdómastofnunum.“