Jón Þór Ólafsson
Jón Þór Ólafsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ef marka má þau eintök sem ratað hafa inn á Alþingi má segja að þrasgirni sé það sem helst greinir Pírata frá öðru fólki. Þetta er ekki vegna þess að aðrir þingmenn grípi ekki stundum til þrass en það verður að teljast ólíklegt að aðrir þingflokkar hafi einkennst svo mjög af þrasinu og jafn lítið af innihaldi umræðunnar. Jón Þór Ólafsson steig í fundarstól þingsins í liðinni viku og ræddi yfirvofandi verkfall Eflingar. Fór hann mikinn vegna orða sem hann taldi sig hafa heyrt sögð úti í bæ um að mögulega þyrfti að setja lög á verkfallsaðgerðir Eflingar.

Ef marka má þau eintök sem ratað hafa inn á Alþingi má segja að þrasgirni sé það sem helst greinir Pírata frá öðru fólki. Þetta er ekki vegna þess að aðrir þingmenn grípi ekki stundum til þrass en það verður að teljast ólíklegt að aðrir þingflokkar hafi einkennst svo mjög af þrasinu og jafn lítið af innihaldi umræðunnar. Jón Þór Ólafsson steig í fundarstól þingsins í liðinni viku og ræddi yfirvofandi verkfall Eflingar. Fór hann mikinn vegna orða sem hann taldi sig hafa heyrt sögð úti í bæ um að mögulega þyrfti að setja lög á verkfallsaðgerðir Eflingar.

Forseta þingsins leist ekki á orðbragðið, og er þó ýmsu vanur og hefur ekki endilega alltaf verið nákvæmur í orðavali í gegnum tíðina. Bað hann þingmenn að gæta „hófs í orðanotkun, sérstaklega um fjarstadda aðila sem ekki geta svarað hér fyrir sig“.

Jón Þór greip strax fram í og kvaddi sér svo hljóðs um fundarstjórn og óskaði nánari skýringa á athugasemdum forseta. Forseti vísaði í stjórnarskrá og hefðir í þessu sambandi en Jón Þór hljóp ítrekað í ræðustólinn til að halda þrasinu áfram.

Á hæla hans kom svo fyrirspyrjandinn mikli, Björn Leví Gunnarsson, með þras sem varla þætti sæmandi á málfundaræfingu í grunnskóla.

Er það málefnafátæktin sem knýr þingmenn Pírata til að stunda þennan sérkennilega málflutning, eða ræður eitthvað annað hegðuninni?