Dj Dóra Júlía sagði frá því í Ljósa punktinum á K100 að hin 21 árs gamla Ashley Lawrence hefði undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að því að vernda fólk sem þjáist af heyrnarleysi eða heyrnarskerðingu gegn smithættu af COVID-19 með því að hanna...
Dj Dóra Júlía sagði frá því í Ljósa punktinum á K100 að hin 21 árs gamla Ashley Lawrence hefði undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að því að vernda fólk sem þjáist af heyrnarleysi eða heyrnarskerðingu gegn smithættu af COVID-19 með því að hanna sérstakar grímur úr glæru plasti. Hafði hún áhyggjur af því að andlitsgrímur gætu hindrað samskipti fólks með heyrnarskerðingu þar sem bandarískt táknmál byggist mikið á því að geta lesið af vörum. Notaði hún tímann á meðan skólinn var lokaður, en hún stundar nám í táknmálsfræði, til að sauma sérstakar grímur fyrir heyrnarskerta, þeim að kostnaðarlausu.