Nokkrum af þotum Lufthansa hefur verið lagt á Franz-Josef-Strauss-flugvellinum í München vegna kórónuveirufaraldursins.
Nokkrum af þotum Lufthansa hefur verið lagt á Franz-Josef-Strauss-flugvellinum í München vegna kórónuveirufaraldursins. — AFP
Þýska flugfélagið Lufthansa er vongott um að þýska ríkið hlaupi undir bagga með því til að lina áhrif og afleiðingar kórónuveirufaraldursins á reksturinn.

Þýska flugfélagið Lufthansa er vongott um að þýska ríkið hlaupi undir bagga með því til að lina áhrif og afleiðingar kórónuveirufaraldursins á reksturinn. Lufthansa hefur sagt að sér sé að blæða fjárhagslega út og gæti þurft að fara fram á greiðslustöðvun. Hefur félagið farið fram á 10 milljarða evra aðstoð, jafnvirði um 1.600 milljarða króna, að sögn tímaritsins Der Spiegel. agas@mbl.is