Suðurkóreski herinn segir að skothríð norðurkóreskra hermanna á vopnahlésbeltinu á landamærum ríkjanna hafi verið óviljaverk, að sögn Yonhap-fréttastofunnar.

Suðurkóreski herinn segir að skothríð norðurkóreskra hermanna á vopnahlésbeltinu á landamærum ríkjanna hafi verið óviljaverk, að sögn Yonhap-fréttastofunnar.

Skyndilega hófust tvær skothrinur suður yfir línuna en suðurkóreski herinn brást við með því að skjóta til baka. Hæfðu kúlur suðurkóreska varðstöð.

Atvikið á sér stað daginn eftir að ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu fréttir og myndir af leiðtoganum Kim Jung Un sem ekkert hafði sést til eða heyrst frá í þrjár vikur. Ákafar vangaveltur fóru af stað um að hann glímdi við ýmis heilsuvandamál. Yfirvöld í Seúl í Suður-Kóreu segja að Kim hafi ekki gengist undir skurðaðgerð, eins og talið var.

„Ég er ánægður að sjá hann kominn hressan til baka,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í tísti í gær. agas@mbl.is