Boðið verður upp á tónlistarstund í beinu streymi í Borgarleikhúsinu á miðvikudag kl. 12.
Boðið verður upp á tónlistarstund í beinu streymi í Borgarleikhúsinu á miðvikudag kl. 12. Þar flytja meðal annars Björgvin Franz Gíslason, Esther Talía Casey og Þórunn Arna Kristjánsdóttir lög úr söngleikjum á borð við Mamma Mia, Billy Elliot og Litlu hryllingsbúðina. Á fimmtudagskvöld verður að vanda leiklesið leikrit, en verkið verður kynnt þegar nær dregur. Á laugardag kl. 12 verður að vanda boðið upp á ævintýrastund í hádeginu. Að þessu sinni les Hjörtur Jóhann Jónsson upp úr barnabókinni um Hans hugprúða eftir Eduard José í íslenskri þýðingu Þorsteins frá Hamri. Öllum þessum viðburðum er streymt beint á youtuberás Borgarleikhússins.