Leiðtogi Megan Rapinoe er áberandi í baráttu bandaríska liðsins.
Leiðtogi Megan Rapinoe er áberandi í baráttu bandaríska liðsins. — AFP
Bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe, besti leikmaður HM 2019, sagði á Twitter að leikmenn bandaríska landsliðsins myndu aldrei hætta baráttunni fyrir jafnrétti.
Bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe, besti leikmaður HM 2019, sagði á Twitter að leikmenn bandaríska landsliðsins myndu aldrei hætta baráttunni fyrir jafnrétti. Á laugardag var kröfu 28 leikmanna liðsins um að fá sömu laun og karlalandslið þjóðarinnar hafnað af alríkisdómstóli á þeim forsendum að kvennaliðið hefði áður hafnað því að fá greitt á sömu forsendum og karlarnir, og væri auk þess með hærri laun en þeir á ársvísu. Leikir kvennaliðsins eru hins vegar mun fleiri.