Leikskóli Skólastarf fer í samt horf.
Leikskóli Skólastarf fer í samt horf. — Morgunblaðið/Eggert
Fyrsti áfangi tilslakana á samkomubanni og aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveiru tók gildi í dag en nú mega allt að 50 manns koma saman en ekki tuttugu eins og áður.

Fyrsti áfangi tilslakana á samkomubanni og aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveiru tók gildi í dag en nú mega allt að 50 manns koma saman en ekki tuttugu eins og áður.

Skólastarf mun frá og með deginum í dag fara fram með eðlilegum hætti og ýmis starfsemi verður leyfð að nýju.

Tveggja metra reglan gildir áfram og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að hún sé grunnregla.

„Tveggja metra reglan er einn hluti af þessum einstaklingsbundnu sýkingavörnum sem við þurfum að viðhafa en það er ljóst að eftir því sem við afléttum hömlum á starfsemi verður erfitt að framfylgja þeirri reglu.“ 4, 6