Mohammed al-Jadaan
Mohammed al-Jadaan
Á sunnudag varð 7,4% hrun í Tadawul-kauphöllinni í Sádi-Arabíu eftir að Mohammed Al-Jadaan, fjármálaráðherra konungsríkisins, tilkynnti að hið opinbera myndi þurfa að ráðast í sársaukafullar niðurskurðaraðgerðir, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og...

Á sunnudag varð 7,4% hrun í Tadawul-kauphöllinni í Sádi-Arabíu eftir að Mohammed Al-Jadaan, fjármálaráðherra konungsríkisins, tilkynnti að hið opinbera myndi þurfa að ráðast í sársaukafullar niðurskurðaraðgerðir, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og vegna verðhruns á olíumörkuðum.

Hlutabréf ríkisolíufélagsins Saudi Aramco lækkuðu um rúmlega 5% og kosta núna 30 ríala en voru seld á 32 ríala við skráningu félagsins í kauphöll í desember á síðasta ári.

Hlutabréfaverð þriggja stærstu banka landsins lækkaði um 6,7 til 8,7% en margir sádiarabískir bankar veittu lán fyrir kaupum á hlutabréfum Aramco gegn veði í bréfunum sjálfum. ai@mbl.is