— AFP
Úti um heimsbyggðina leita listamenn leiða til að skemmta og hvetja samborgara sína til dáða á erfiðum tímum, samtímis og þeir vinna áfram að listsköpun sinni eins og þeim er unnt.
Úti um heimsbyggðina leita listamenn leiða til að skemmta og hvetja samborgara sína til dáða á erfiðum tímum, samtímis og þeir vinna áfram að listsköpun sinni eins og þeim er unnt. Í vikunni lét bandaríska söngvaskáldið Phil Angotti aka sér um heimaslóðir í Oak Park í Illinois, sat aftur á palli bílsins og lék og söng fyrir íbúana. Framtakið var hluti af farandtónleikaröð sem er kölluð „Stay-at-Home“-tónleikar.