70 ára Jörgen er Reykvíkingur, fæddur þar og uppalinn, en býr í Garðabæ. Hann er með BA-gráðu í íslensku, ensku og sálfræði frá Háskóla Íslands og tók meistarapróf í tilraunasálfræði frá Háskólanum í Sussex 1977 og doktorspróf frá sama skóla 1982.
70 ára Jörgen er Reykvíkingur, fæddur þar og uppalinn, en býr í Garðabæ. Hann er með BA-gráðu í íslensku, ensku og sálfræði frá Háskóla Íslands og tók meistarapróf í tilraunasálfræði frá Háskólanum í Sussex 1977 og doktorspróf frá sama skóla 1982. Jörgen hefur verið prófessor við sálfræðideild HÍ frá 1996. Hann er í heiðursdoktorsnefnd HÍ.

Maki : Aldís Unnur Guðmundsdóttir, f. 1950, fv. menntaskólakennari.

Börn : Lóa, f. 1970, Anna Guðrún, f. 1974, og Finnur Kári, f. 1986. Barnabörnin eru orðin átta og langafabörnin þrjú.

Foreldrar : Kaj Pind, f. 1910 í Kaupmannahöfn, d. 1989, húsgagnabólstrari, og Anna Gudrun Pind, f. 1926 í Herning á Jótlandi, d. 1967, húsmóðir. Þau voru búsett í Reykjavík.