Djassklúbburinn Múlinn hefur göngu sína á ný í Hörpu í kvöld kl. 20 þegar Frelsissveit Nýja Íslands leikur í Flóa, sem er á jarðhæð hússins. Sveitin var stofnuð fyrir tíu árum og hefur legið lengi í dvala en blæs nú til sóknar.
Djassklúbburinn Múlinn hefur göngu sína á ný í Hörpu í kvöld kl. 20 þegar Frelsissveit Nýja Íslands leikur í Flóa, sem er á jarðhæð hússins. Sveitin var stofnuð fyrir tíu árum og hefur legið lengi í dvala en blæs nú til sóknar. Á efnisskránni verða tvö ný verk eftir Hauk Gröndal og Óskar Guðjónsson en einnig verk af eldri efnisskrám færð í nýjan búning. Sveitina skipa Snorri Sigurðarson, Haukur Gröndal, Óskar Guðjónsson, Tómas Jónsson, Birgir Steinn Theodórsson og Scott McLemore. Fylgt verður tilmælum yfirvalda hvað varðar fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk á tónleikunum.