Þríeyki Philip Glass kom fram á tónleikum í Hörpu árið 2014 ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni og Maki Namekaw.
Þríeyki Philip Glass kom fram á tónleikum í Hörpu árið 2014 ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni og Maki Namekaw. — Morgunblaðið/Kristinn
Circus Days and Nights nefnist ný ópera eftir Philip Glass sem heimsfrumsýnd verður hjá Óperunni í Málmey í Svíþjóð 29. maí 2021. Þessu greinir danska dagblaðið Politiken frá, en Óperan kynnti nýverið komandi starfsár sitt.
Circus Days and Nights nefnist ný ópera eftir Philip Glass sem heimsfrumsýnd verður hjá Óperunni í Málmey í Svíþjóð 29. maí 2021. Þessu greinir danska dagblaðið Politiken frá, en Óperan kynnti nýverið komandi starfsár sitt. Um er að ræða óperu í þremur þáttum sem byggir á ljóðum eftir bandaríska ljóðskáldið Robert Lax er fjalla um líkindi heimsins við sirkus. Samkvæmt upplýsingum frá Óperunni í Málmey mun sviðsetningin koma óperugestum á óvart þar sem um „markalausa nýsirkusupplifun“ verður að ræða í anda Cirkus Cirkör. Þekktustu óperur Glass eru Einstein on the Beach og Aknathan . Samstarf tónskáldsins við Óperuna í Málmey má rekja til þess að Þjóðaróperan í Stokkhólmi setti upp óperuna Satyagraha fyrir nokkrum árum, en sú ópera fjallar um Mahatma Gandhi.