Hækkun Tíu milljónir króna voru veittar úr sjóðnum Auði í ár en sjö í fyrra.
Hækkun Tíu milljónir króna voru veittar úr sjóðnum Auði í ár en sjö í fyrra.
Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði á dögunum tíu milljónum króna úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði og hlutu 32 verk styrk.

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði á dögunum tíu milljónum króna úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði og hlutu 32 verk styrk. Í tilkynningu segir að um 43% hækkun styrkja frá fyrra ári sé að ræða þegar heildarúthlutun var sjö milljónir króna og 20 verk hlutu styrk. Með styrkjunum er ætlunin að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli, segir í tilkynningunni og að styrkirnir séu veittir útgefendum.

Meðal styrktra verka eru Hross eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring, Þín eigin undirdjúp eftir Ævar Þór Benediktsson, Nornasaga – Nýársnótt eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur og Litla bókin um blæðingar eftir Sigríði Dögg Arnardóttur, en upplýsingar um heildarúthlutun má finna á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta á slóðinni islit.is/styrkir/barna-og-ungmennabokasjodur/uthlutanir-2020/islit.is.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú einnig úthlutað 28 milljónum króna í almenna útgáfustyrki til 45 verka og er það tveggja milljón króna hækkun frá síðasta ári þegar 26 milljónum var veitt til útgáfu 43 verka, að því er fram kemur í tilkynningu.