Tvö ný smit kórónuveirunnar greindust hér á landi síðastliðinn sólarhring. Tekin voru 252 sýni á veirufræðideild Landspítala en 368 hjá Íslenskri erfðagreiningu. Virkum smitum fækkar þó milli daga, eru nú aðeins 36 og hafa ekki verið færri frá því 4.

Tvö ný smit kórónuveirunnar greindust hér á landi síðastliðinn sólarhring. Tekin voru 252 sýni á veirufræðideild Landspítala en 368 hjá Íslenskri erfðagreiningu. Virkum smitum fækkar þó milli daga, eru nú aðeins 36 og hafa ekki verið færri frá því 4. mars.

Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvar á landinu hinir nýgreindu eru búsettir, en hvorugur var í sóttkví. Allir sex sem greinst hafa með veiruna undanfarna tíu daga hafa verið utan sóttkvíar.

Heimilt verður að opna sundlaugar að nýju mánudaginn 18. maí en ljóst er að sú opnun verður háð fjöldatakmörkunum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við mbl.is að enn eigi eftir að koma í ljós hvernig fjöldatakmörkunum verður háttað. „Sundlaugar eru með leyfi fyrir ákveðinn fjölda í sinni starfsemi og hvort miðað verði við 50 eða við hlutfall af leyfðum heildarfjölda í lauginni á eftir að koma í ljós,“ segir Þórólfur.