Hluti verks eftir Söru Oskarsson
Hluti verks eftir Söru Oskarsson
Sara Oskarsson opnaði í gær málverkasýninguna Ratljós í sýningarsal að Laugavegi 74. Sara sýnir um 40 málverk sem hún hefur málið frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst.

Sara Oskarsson opnaði í gær málverkasýninguna Ratljós í sýningarsal að Laugavegi 74.

Sara sýnir um 40 málverk sem hún hefur málið frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. „Ég hef verið að mála að meðaltali 10 til 14 tíma á dag, oftast sjö daga vikunnar. Svo sterkur hefur drifkrafturinn verið og þörfin fyrir það að túlka þessa viðsjárverðu tíma á striga,“ segir Sara í tilkynningu, enda sé það eitt af hlutverkum listarinnar að spegla tíðarandann hverju sinni og sögulega hafi myndlistin gegnt jafnveigamiklu hlutverki í þeim efnum og t.d. ritlistin.