Noregur Ingibjörg Sigurðardóttir leikur með Vålerenga í Ósló.
Noregur Ingibjörg Sigurðardóttir leikur með Vålerenga í Ósló. — Morgunblaðið/Eggert
Norska knattspyrnusambandið skýrði frá því í gær að meistaraflokksfélög í landinu mættu í dag hefja æfingar án takmarkana á nýjan leik. Ákveðið hefur verið að hefja keppni í úrvalsdeild karla í Noregi 16. júní, án áhorfenda.
Norska knattspyrnusambandið skýrði frá því í gær að meistaraflokksfélög í landinu mættu í dag hefja æfingar án takmarkana á nýjan leik. Ákveðið hefur verið að hefja keppni í úrvalsdeild karla í Noregi 16. júní, án áhorfenda. Keppni í úrvalsdeild kvenna og B-deild karla hefst fjórum vikum síðar. Ellefu Íslendingar leika í úrvalsdeild karla og auk þess þjálfar Jóhannes Harðarson lið Start. Ingibjörg Sigurðardóttir leikur með Vålerenga í úrvalsdeild kvenna og tveir Íslendingar spila í B-deild karla.