Arnar Gauti Reynisson
Arnar Gauti Reynisson
Hagnaður Heimavalla dróst saman um 44% á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Nam hann nú 52,3 milljónum króna, samanborið við 93,2 milljónir í fyrra. Leigutekjur námu 794,4 milljónum og drógust saman um 103,2 milljónir.

Hagnaður Heimavalla dróst saman um 44% á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Nam hann nú 52,3 milljónum króna, samanborið við 93,2 milljónir í fyrra.

Leigutekjur námu 794,4 milljónum og drógust saman um 103,2 milljónir. Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna jókst hins vegar milli ára og nam 240,2 milljónum samanborið við 234,7 milljónir á fyrsta fjórðungi ársins 2019. Annar rekstrarkostnaður dróst talsvert saman. Nam nú 75,9 milljónum en var 124 milljónir í fyrra.

Matsbreytingar fjárfestingareigna voru jákvæðar um 44,9 milljónir en höfðu verið 33,8 milljónir í fyrra. Hins vegar var nú bókfært sölutap af fjárfestingareignum upp á 9,7 milljónir en hagnaður hafði reynst af slíkri sölu upp á 132,6 milljónir í fyrra.

Fjármagnsgjöld drógust saman milli ára og námu tæpum 467 milljónum samanborið við 603,3 milljónir í fyrra. Eignir Heimavalla stóðu í 52,6 milljörðum í lok fyrsta ársfjórðungs og lækkuðu um ríflega 1,4 milljarða frá áramótum. Eigið fé var nærri því óbreytt eða rúmir 20 milljarðar og eiginfjárhlutfallið 38,1%.